Skólasöfn í framhaldsskólum
Þjónustukönnun á vegum Samstarfshóps bókasafns- og upplýsingafræðinga í framhaldsskólum
Lykilorð:
Framhaldsskólasöfn, Kannanir, ÞjónustaÚtdráttur
Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum (SBF) hefur um árabil unnið að ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum bókasafna í framhaldsskólum. Einn liður í því samstarfi var að framkvæma þjónustukönnun um skólasöfn í framhaldsskólum. Þjónustukönnunin var send til skólameistara í gegnum Skólameistarafélagið. Kveikjan að könnun þessari var sú að bókasafnsþjónusta í framhaldsskólum hefur verið að dragast saman, stöðuhlutfall bókasafns- og upplýsingafræðinga lækkað og jafnvel ekki ráðið í störf þeirra sem hætta. Því var talið brýnt að kanna og kortleggja þá þjónustu sem nemendur framhaldsskólanna fá á sínum skólasöfnum en samkvæmt Lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 skal gera ráð fyrir skólasafni eða tryggja með öðrum hætti aðgang nemenda að þjónustu slíks safns. Þess má geta að í viðmiðum um ytra mat framhaldsskóla er fjallað um skólasöfn og voru niðurstöður könnunarinnar sendar þeim sem starfa að endurskoðun þessara viðmiða.

Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir, Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir (Author)

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License).