Upplýsingar fyrir höfunda
Almennar leiðbeiningar til þeirra sem vilja birta greinar í Bókasafninu
Innsending:
Greinar eru sendar ritstjórn sem viðhengi með tölvupósti með ósk um birtingu. Netfang ritstjórnar er [email protected]
Greinum skal skilað á Word-skráarsniði eða sambærilegu.
Lengd greina:
Viðmið fyrir fræðigreinar og greinar almenns eðlis: 5000-8500 orð, að meðtöldum neðanmálsgreinum en frátaldri heimildaskrá og útdráttum.
Annað efni s.s. bókakynningar eða minningargreinar skal vera styttra.
Útdrættir og upplýsingar um höfund
Fræðigreinum og almennum greinum skal fylgja útdráttur á ´´íslensku og útdráttur á ensku ásamt enskum titli, óháð tungumáli greinar.
Styttri greinum s.s. ferðasögum, bókakynningum og minningargreinum þarf ekki að fylgja útdráttur.
Öllum greinum nema minningargreinum skal fylgja mynd af höfundi og stutt umfjöllun um menntun og starf/störf eftir því sem við á.
Myndir og töflur:
Myndum og töflum sem fylgja greinum skal skilað í sérstökum viðhengjum. Notið JPG-snið eða sambærilegt fyrir ljósmyndir og hafið í góðri upplausn, helst ekki minna en 300 punkta.
Séu ljósmyndir ekki teknar af greinarhöfundi skulu upplýsingar um ljósmyndara fylgja með myndum.
Vista skal myndir og töflur með númeri og heiti (.td. Mynd_1_heiti og Tafla_1_heiti)
Í texta greinar skal auðkenna hvar myndin eða taflan á að birtast (t.d. mynd nr.1 hér eða tafla nr.1 hér).
Frágangur greina
Letur og snið:
Texti skal vera vinstrijafnaður.
Letur og línubil: Calibri 12 pt. með línubili 1,5
Hafið aðeins eitt stafabil á eftir punkti og kommu.
Inndregnar tilvitnanir skulu vera í 11 pt. letri og án gæsalappa.
Notið íslenskar gæsalappir og greinarmerkjasetningu.
Greinaskil skal auðkenna með einni auðri línu, en ekki með inndregnum texta.
Notið skammstafanir í hófi.
Leturbreytinga og tilvitnanir í texta:
Skáletur: Notað fyrir bókartitla, tímaritaheiti og erlend hugtök til skýringar.
Feitletrun: Eingöngu til að leggja áherslu á hugtök og orð
Styttri tilvitnanir (3 línur eða styttri) skulu vera í gæsalöppum í meginmáli.
Lengri tilvitnanir skulu standa í sérlínu með 11 pt letri, án gæsalappa og með inndrætti.
Fyrirsagnir og millifyrirsagnir: Má nota, en forðist að nota meira en tvö þrep í kaflaskiptingu.
Heimildaskrá og tilvísanir:
Til að gæta samræmis er höfundum bent á að nota APA-kerfið við gerð tilvísana og heimildaskrár. Frekari upplýsingar um meðferð heimilda má finna hjá Ritveri Háskóla Íslands og á vefsíðu APA