Um tímaritið

Aðgengi:
Bókasafnið er gefið út á rafrænu formi og í opnum aðgangi

Markmið:
Markmið tímaritsins er að veita vettvang fyrir faglegt og fræðilegt efni sem tengist bókasöfnum, upplýsingafræði og tengdum sviðum. Tímaritinu er ætlað stuðla að miðlun þekkingar, umræðu og þróun í faginu. 
Bókasafnið vill hvetja fræðafólk, bókasafns- og upplýsingafræðinga og alla sem koma að málefnum bókasafna, skjalasafna og upplýsinga- og menningarmiðlun, til að leggja sitt af mörkum með því að deila fróðleik, þekkingu, rannsóknum og reynslu.

Mikilvægt er að í tímaritinu sé fjallað um öll svið sem falla undir bókasafns- og upplýsingafræði, svo sem skólabókasöfn, almenningsbókasöfn, rannsóknarbókasöfn og bókasöfn stofnana og fyrirtækja, skjalastjórn, skjalavörslu eða upplýsingamál almennt. 

Ritstjórnarstefna:
Ritnefnd Bókasafnsinsleggur áherslu á að birta vandað og fjölbreytt efni sem endurspeglar þróun og áskoranir í faginu. Tímaritið birtir fyrst og fremst efni á íslensku en tekið er við fræðigreinum á ensku ef um er að ræða höfunda og/eða viðfangsefni með sterk tengsl við Ísland.

Tímaritið tekur meðal annars við greinum um eftirfarandi efni:

Fræðilegar greinar

  • Greinar sem byggja á rannsóknum, könnunum eða verkefnum sem tengjast bókasafns- og upplýsingafræði, safnafræði, menningarmiðlun eða skyldum sviðum.
  • Umfjallanir um lokaverkefni eða aðrar fræðilegar úttektir sem tengjast faginu
  • Vísindalegar greinar sem tengjast starfsemi bókasafna, skjalasafna, upplýsingamiðstöðva eða skyldrar starfsemi

Umfjöllun um starfsemi safna 

  • Almennar greinar um starfsemi bókasafna af öllum gerðum og stærðum og gildi þeirra fyrir samfélagið
  • Umfjöllun um nýjungar í starfi safna og áhugaverð verkefni af ýmsum toga, s.s. um læsi, um þjónustu við tiltekna hópa eða áskoranir í daglegu starfi
  • Greinar um tæknilegar og samfélagslegar breytingar sem geta haft áhrif á fagið og starfsemi safna. 
  • Söguleg umfjöllun um söfn og starfsemi þeirra eða um einstaklinga sem hafa sett mark sitt á fagið 

Viðburðir og samstarf

  • Umfjallanir um viðburði, ráðstefnur, málþing og kynnisferðir sem söfn hafa staðið fyrir eða tekið þátt í
  • Greinar sem fjalla um innlend og erlend samstarfsverkefni

Ritdómar og umfjallanir 

  • Ritdómar og umfjallanir um bækur eða rit sem tengjast faginu, bæði íslensk og erlend verk

Minningargreinar

  • Greinar til minningar um einstaklinga sem hafa starfað á sviði bókasafns- og upplýsingafræða eða haft sterk tengsl við fagið

Útgefandi: 
Upplýsing - félag bókasafns- og upplýsingafræða. Sérstök ritnefnd starfar á vegum félagsins og sér um útgáfu tímaritsins

Útgáfutíðni:
Tímaritið er gefið út að vori ár hvert