Skólasöfn í framhaldsskólum

Þjónustukönnun á vegum Samstarfshóps bókasafns- og upplýsingafræðinga í framhaldsskólum

Höfundar

  • Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir Bókasafn FSU Author
  • Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir Bókasafn Menntaskólans í Hamrahlíð Author

Lykilorð:

Framhaldsskólasöfn, Kannanir, Þjónusta

Útdráttur

Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum (SBF) hefur um árabil unnið að ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum bókasafna í framhaldsskólum. Einn liður í því samstarfi var að framkvæma þjónustukönnun um skólasöfn í framhaldsskólum.  Þjónustukönnunin var send til skólameistara í gegnum Skólameistarafélagið. Kveikjan að könnun þessari var sú að bókasafnsþjónusta í framhaldsskólum hefur verið að dragast saman, stöðuhlutfall bókasafns- og upplýsingafræðinga lækkað og jafnvel ekki ráðið í störf þeirra sem hætta. Því var talið brýnt að kanna og kortleggja þá þjónustu sem nemendur framhaldsskólanna fá á sínum skólasöfnum en samkvæmt Lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 skal gera ráð fyrir skólasafni eða tryggja með öðrum hætti aðgang nemenda að þjónustu slíks safns. Þess má geta að í viðmiðum um ytra mat framhaldsskóla er fjallað um skólasöfn og voru niðurstöður könnunarinnar sendar þeim sem starfa að endurskoðun þessara viðmiða.

Um höfund (biographies)

  • Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir, Bókasafn FSU

    Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir útskrifaðist með BA-próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá HÍ 2003. Hún veitir forstöðu bókasafni Fjölbrautaskóla Suðurlands.

  • Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir, Bókasafn Menntaskólans í Hamrahlíð

    Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir starfar sem forstöðukona bókasafns Menntaskólans við Hamrahlíð. Hún er með BA-próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands, með mannfræði sem aukagrein, og diplómagráðu frá HÍ í upplýsingastjórn, skjalastjórn og rafrænum samskiptum hjá skipulagsheildum. 

Höfundar

Niðurhal

Útgefið

2025-09-10

Tölublað

Kafli

Greinar