Rafrænt skylduskilaefni

Áskorun sem leiðir til lausna

Höfundar

  • Kristín Lilja Th. Björnsdóttir Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Author
  • Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Author

Lykilorð:

Skylduskil, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Bókfræðileg skráning, Varðveisla, Sjálfvirkni

Útdráttur

Eitt af lögbundnum hlutverkum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns er að safna öllu efni sem gefið er út eða ætlað er til dreifingar á Íslandi, gera það aðgengilegt og varðveita það til framtíðar. Það hlutverk nefnist skylduskil og um þau gilda Lög um skylduskil til safna nr. 20/2002. Í því felst að allar bækur, skýrslur, tímarit, dagblöð, tónlist, bæklingar, veggspjöld og ýmislegt annað útgefið efni er skilaskylt til safnsins. Þetta efni hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, þar sem útgáfa er ekki lengur eingöngu á áþreifanlegu formi eins og pappír. Bækur, skýrslur, tímarit og dagblöð eru nú í auknum mæli gefin út rafrænt, sem hefur haft áhrif á innheimtu og skráningu efnisins. 

Nú hefur safnið tekið í notkun nýtt kerfi, Lýsu sem auðveldar skráningu þessa efnis stórlega. Með því getur safnið ekki aðeins safnað skýrslum heldur einnig skráð þær og tryggt að markmið skylduskilalaga séu uppfyllt. Að auki hefur þessi nýja lausn breytt miklu í skráningu rafræns efnis yfirhöfuð. Rafbækur og rafrænar hljóðbækur sem berast í miklu magni lenda ekki lengur í flöskuháls við skráningu heldur eru skráðar með aðstoð þessarar lausnar. 

Um höfund (biographies)

  • Kristín Lilja Th. Björnsdóttir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

    Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir er með BA- gráðu í kvikmyndafræði frá Háskóla Íslands og MIS- gráðu í upplýsingafræði frá sama skóla. Hún gegnir starfi gæðastjóra Gegnis á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. 

  • Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

    Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar starfar sem fagstjóri skylduskila og gjafa á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. 

Höfundar

Niðurhal

Útgefið

2025-09-10

Tölublað

Kafli

Greinar