Lesið í bókaeign Einars Jónssonar
Miðlun til almennings
Lykilorð:
Listasafn Einars Jónssonar, Stafræn endurgerð, Einkaskjalasöfn, BókfræðiÚtdráttur
Listasafn Einars Jónssonar opnaði á Jónsmessu 24. júní árið 1923 og er fyrsta listasafn landsins sem opnað var almenningi í eigin húsnæði. Í safninu er stór bókaeign þar sem meirihluti bókanna fjallar um listamenn og verk þeirra og einnig ýmis andleg málefni sem voru Einari hugleikin. Þessar bækur hafa ekki verið aðgengilegar almenningi hingað til. Í verkefni, sem styrkt var af Myndlistarsjóði, var farið yfir bókasafnið, bækurnar myndaðar og skráðar og eru vonir bundnar við að þetta verkefni verði fyrsta skrefið í að opna aðgang að bókakostinum með nýstárlegum hætti. Lögð verður áhersla á að sýna á heimasíðu safnsins hvaða bækur það voru sem listamaðurinn skoðaði helst, en í safninu er þó nokkur fjöldi bóka sem Einar hefur skrifað inn í og merkt við myndir af listaverkum. Með því að lesa í bókaeign Einars Jónssonar er hægt að kynnast listamanninum á nýjan hátt.

Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Silja Pálmarsdóttir (Author)

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License).