Upplýsingalæsi.is
Nýr gagnvirkur kennsluvefur fyrir háskólanema
Lykilorð:
Upplýsingalæsi, Háskólanemar, HáskólabókasöfnÚtdráttur
Undanfarin ár hafa einkennst af upplýsingaóreiðu og örum tæknibreytingum. Má því segja að upplýsingalæsi hafi aldrei verið mikilvægara fyrir háskólanema en einmitt nú. Upplýsingalæsi felur í sér hæfnina að finna, meta og nota upplýsingar á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Upplýsingalæsi er ekki einungis grunnstoð í námi heldur lykilatriði fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi.
Með þetta í huga var þróaður nýr gagnvirkur kennsluvefur, Upplýsingalæsi.is, í samstarfi íslenskra háskólabókasafna. Markmið kennsluvefsins er að styrkja háskólanemendur í upplýsingalæsi og þjálfa þá í að mæta nýjum áskorunum í stafrænu upplýsingaumhverfi.

Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Tinna Lind Guðjónsdóttir, Harpa Rut Harðardóttir (Author)

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License).