Upplýsingalæsi.is

Nýr gagnvirkur kennsluvefur fyrir háskólanema

Höfundar

  • Tinna Lind Guðjónsdóttir Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Author
  • Harpa Rut Harðardóttir Bókasafn Háskólans í Reykjavík Author

Lykilorð:

Upplýsingalæsi, Háskólanemar, Háskólabókasöfn

Útdráttur

Undanfarin ár hafa einkennst af upplýsingaóreiðu og örum tæknibreytingum.  Má því segja að upplýsingalæsi hafi aldrei verið mikilvægara fyrir háskólanema en einmitt nú. Upplýsingalæsi felur í sér hæfnina að finna, meta og nota upplýsingar á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Upplýsingalæsi er ekki einungis grunnstoð í námi heldur lykilatriði fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi.

Með þetta í huga var þróaður nýr gagnvirkur kennsluvefur, Upplýsingalæsi.is, í samstarfi íslenskra háskólabókasafna. Markmið kennsluvefsins er  að styrkja háskólanemendur í upplýsingalæsi og þjálfa þá í að mæta nýjum áskorunum í stafrænu upplýsingaumhverfi.

Um höfund (biographies)

  • Tinna Lind Guðjónsdóttir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

    Tinna Lind Guðjónsdóttir starfar á Landsbókasafni – Háskólabókasafni sem sérfræðingur í upplýsingaþjónustu og notendafræðslu. Tinna er með BA í uppeldis- og menntunarfræði og MIS í upplýsingafræði.

  • Harpa Rut Harðardóttir, Bókasafn Háskólans í Reykjavík

    Harpa Rut Harðardóttir vinnur sem upplýsingafræðingur á bókasafni Háskólans í Reykjavík. Harpa Rut er menntuð sem upplýsingafræðingur með diplómagráðu í kennslufræði til kennsluréttinda. Harpa Rut er formaður Vinnuhóps um upplýsingalæsi.

Niðurhal

Útgefið

2025-09-10

Tölublað

Kafli

Greinar