Opið rými allra

Hvernig staður er það?

Höfundar

  • Dögg Sigmarsdóttir Borgarbókasafnið Author

Lykilorð:

Almenningsbókasöfn, Borgarbókasafnið

Útdráttur

Borgarbókasafnið er mikilvægt almenningsrými þar sem ólíkir samfélagshópar mætast og nýta með fjölbreyttum hætti. Árið 2021 setti Borgarbókasafnið  sér stefnu til þriggja ára sem bar heitið Opið rými allra, þar sem félagsleg nýsköpun og lýðræðisþátttaka var höfð að leiðarljósi. Markmiðið var að auka aðgengi, skapa samfélagsrými sem væri sjálfbært, styrkja samtal við nærsamfélagið og hvetja til þátttöku í mótun dagskrárgerðar. Í þessari grein er fjallað um þrjú nýsköpunarverkefni sem ætlað var að styðja við innleiðingu stefnunnar og stuðla að uppbyggingu Borgarbókasafnsins til framtíðar: Stofan – A Public Living Room, Pikknikk og Framtíðarfestival.

Um höfund (biography)

  • Dögg Sigmarsdóttir, Borgarbókasafnið

    Dögg Sigmarsdóttir er verkefnastjóri sem lokið hefur APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í Political and Economic Philosophy frá Universität Bern (Sviss) og hefur einnig lokið diplómanámi í alþjóða- og evrópurétti frá sama háskóla. Á Borgarbókasafninu hefur hún verið í starfi verkefnastjóra borgaralegrar þátttöku og sinnt verkefnum sem snúa að stefnumótun, nýsköpun og fræðslu á sviði mannréttinda, lýðræðisþátttöku, sjálfbærni og inngildingar.

Höfundur

Niðurhal

Útgefið

2025-09-10

Tölublað

Kafli

Greinar