Gervigreindin mun afhjúpa jólasveininn

Höfundar

Lykilorð:

Gervigreind, Upplýsingahegðun

Útdráttur

Fyrir nokkru varð á vegi mínum skondið myndband á samfélagsmiðlum. Þar sést barn spyrja Alexu hvort hreindýr geti flogið. Alexa svarar sannleikanum samkvæmt og þar með dregur barnið þá ályktun að jólasveinninn sé ekki til. Ég dreg þetta myndband fram hérna ekki af því að það er skondið, heldur vegna þess að innihald þess snertir okkur öll. Barnið dregur þá ályktun af svari Alexu að jólasveinninn sé ekki til og faðirinn situr í súpunni. Eftir þetta breyttu fyrirtækin svörum Alexu, Siri og Google þannig að sagt var að almennt gætu hreindýr ekki flogið, en hreindýr jólasveinsins gætu flogið af því þau væru töfra hreindýr. Lærdómurinn sem við getum dregið af þessu myndbandi er helst sá að tæknin breytir upplýsingahegðun okkar, hvort sem við erum sátt við það eða ekki. 

 

Um höfund (biography)

  • Helgi Sigurbjörnsson, Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

    Helgi Sigurbjörnsson ([email protected]) er bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hann lauk MLIS-gráðu í
    Bókasafns- og upplýsingafræði árið 2013 auk MA-gráðu í Almennri bókmenntafræði 2006 frá Háskóla
    Íslands. Helgi starfaði á bókasafni Menntaskólans í Kópavogi 2007-2015 og fór þá til bókasafns
    Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem hann hefur starfað fram á þennan dag. Helgi sinnir
    þjónustu við rannsakendur á Menntavísindasviði auk skráningu tímarita sviðsins í OJS-kerfið,
    greiniskráningu í Gegni og sér um millisafnalán safnsins. Áður hefur greinin „Þegar Trölli stal
    fræðunum“ (2018) birst í Bókasafninu.

Helgi Sigurbjörnsson

Niðurhal

Útgefið

2024-05-30

Tölublað

Kafli

Greinar