Gervigreindin mun afhjúpa jólasveininn
Lykilorð:
Gervigreind, UpplýsingahegðunÚtdráttur
Fyrir nokkru varð á vegi mínum skondið myndband á samfélagsmiðlum. Þar sést barn spyrja Alexu hvort hreindýr geti flogið. Alexa svarar sannleikanum samkvæmt og þar með dregur barnið þá ályktun að jólasveinninn sé ekki til. Ég dreg þetta myndband fram hérna ekki af því að það er skondið, heldur vegna þess að innihald þess snertir okkur öll. Barnið dregur þá ályktun af svari Alexu að jólasveinninn sé ekki til og faðirinn situr í súpunni. Eftir þetta breyttu fyrirtækin svörum Alexu, Siri og Google þannig að sagt var að almennt gætu hreindýr ekki flogið, en hreindýr jólasveinsins gætu flogið af því þau væru töfra hreindýr. Lærdómurinn sem við getum dregið af þessu myndbandi er helst sá að tæknin breytir upplýsingahegðun okkar, hvort sem við erum sátt við það eða ekki.

Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Helgi Sigurbjörnsson (Author)

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License).