Bókasafn menntavísinda

Frá kjallara í Kennó til Þjóðarbókhlöðu

Höfundar

  • Gunnhildur Kristín Björnsdóttir Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Author

Lykilorð:

Bókasafn menntavísindasviðs

Útdráttur

Bókasafn menntavísinda á sér yfir 100 ára sögu, frá því að fyrstu bækur komu til Kennaraskólans árið 1908, og hefur þróast úr litlu safni í kjallara yfir í nútímalega háskólabókasafnsþjónustu. Safnið hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu kennaramenntunar á Íslandi og veitt nemendum og starfsfólki faglega þjónustu, stuðlað að upplýsingalæsi og veitt aðgengi að fjölbreyttu námsefni og rannsóknum.

Árið 2024 sameinaðist bókasafnið Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni (Lbs-Hbs), í kjölfar flutnings Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsið Sögu. Sameiningin krafðist umfangsmikils undirbúnings, þar á meðal grisjunar tugþúsunda eintaka og tæknilegrar samræmingar. Hluti safnkostsins fer í nýtt útibú í Sögu, þar sem verður námsgagna- og barnabókasafn.

Greinin fjallar ítarlega um húsnæði safnsins í gegnum tíðina, þjónustu við notendur, safnkost og tæknivæðingu. Með sameiningunni fylgdu bæði áskoranir og tækifæri – missir náinna tengsla við sviðið, en jafnframt aukin fagmennska og samræmd þjónusta fyrir alla nemendur HÍ.

Safnið lifir áfram sem hluti af stærra og öflugra háskólabókasafni og heldur áfram að gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við nám, kennslu og rannsóknir.

 

 

Um höfund (biography)

  • Gunnhildur Kristín Björnsdóttir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

    Gunnhildur Kirstín Björnsdóttir er með BA í bókasafns- og upplýsingafræði og MPA í opinberri stjórnsýslu

    Gunnhildur starfar sem fagstjóri rannsóknarþjónustu Landsbókasafns Íslands – Háskólasafns og er fyrrum forstöðumaður bókasafns Menntavísindasviðs HÍ.

Höfundur

Niðurhal

Útgefið

2025-09-10

Tölublað

Kafli

Greinar