Bókasafnið í fjöltyngdu samfélagi

Höfundar

  • Eyrún Ósk Jónsdóttir Bókasafn Kópavogs Author

Lykilorð:

Almenningsbókasöfn, Bókasafnið í Kópavogi, Fjölmenning

Útdráttur

Á vordögum 2024 hlaut Bókasafn Kópavogs styrk frá Bókasafnasjóði fyrir fjölmenningarlegri viðburðaröð og styrk frá Nordplus fyrir þróunar- og samstarfsverkefni milli Bókasafns Kópavogs, Hässleholm City Library í Svíþjóð og Central Library of Lääne County í Eistlandi til að bæta þjónustu við innflytjendur.

Verkefnið snýr að því að koma betur til móts við allan þann fjölbreytta hóp fólks sem heimsækir bókasafnið og þar með virkja innflytjendur betur til þátttöku í „bókasafnssamfélaginu“ okkar.

Mikil ánægja hefur verið með þá fjölbreyttu viðburði sem safnið hefur nýtt styrkina í og gaman að sjá hvernig verkefnið hefur stuðlað að auknum áhuga á menningu, íslenskri tungu og skapandi samverustundum fjölbreyttra hópa. Þá er sérstaklega ánægjulegt að sjá mælanlegan árangur á aukinni þátttöku innflytjenda í viðburðum safnsins.

Um höfund (biography)

  • Eyrún Ósk Jónsdóttir, Bókasafn Kópavogs

    Eyrún Ósk Jónsdóttir er með BA í leiklist og MA í list- og þróunarfræðum frá Háskólanum í Winchester.  

    Hún starfar sem verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Bókasafni Kópavogs.

Höfundur

Niðurhal

Útgefið

2025-09-10

Tölublað

Kafli

Greinar