Tímanna safn verður til

Skyggnst inn í útgáfuferli kjörgripabókar Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns

Höfundar

  • Halldóra Kristinsdóttir Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Author
  • Hildur Ploder Vigfúsdóttir Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Author

Lykilorð:

Bókaútgáfa, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Útdráttur

Árið 2018 voru tímamót í sögu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns (Lbs–Hbs) þegar 200 ár voru liðin frá því að Landsbókasafn var stofnað. Þá kom upp sú hugmynd að gefa út bók með greinum eftir starfsfólk þar sem daglegum verkefnum væri lýst út frá safnkostinum. Vegna mikilla anna var verkefninu frestað en það var dregið fram í dagsljósið aftur sex árum síðar og ákveðið að gefa bókina út á öðrum tímamótum í sögu safnsins. Þann 1. desember 2024 voru liðin 30 ár frá opnun Þjóðarbókhlöðu og sameiningu safnanna tveggja, Landsbókasafns og Háskólabókasafns, undir einu þaki.

Við undirritaðar vorum fengnar til að ritstýra bókinni og í þessu greinarkorni langar okkur að segja frá verkefninu, tilurð bókarinnar Tímanna safn, frá fyrstu hugmynd til fullbúinnar bókar.

Um höfund (biographies)

  • Halldóra Kristinsdóttir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

    Halldóra Kristinsdóttir útskrifaðist með MA-gráðu í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns frá 2011.  

  • Hildur Ploder Vigfúsdóttir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

    Hildur Ploder Vigfúsdóttir útskrifaðist með MS-gráðu í forvörslu frá Det Kongelige Akedemi: Institut for konservering 2024. Hún starfar sem pappírsforvörður á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Höfundar

Niðurhal

Útgefið

2025-09-10

Tölublað

Kafli

Greinar