Er líf eftir sjötugt?

Höfundar

  • Gróa Finnsdóttir Author

Lykilorð:

Starfslok, Ritstörf

Útdráttur

Í dag heyrist því blákalt haldið fram að þegar kona verður sjötug sé það eitt og hið sama og að verða fimmtug. Það er að segja eins og fimmtug kona var skilgreind fyrir um sjötíu árum síðan. Af einhverjum ástæðum virðist mér sem þessu hafi aðallega verið haldið á lofti um konur, en hvort það þýði að þetta sé bara skoðun einhverra kvenna í bjartsýniskasti skal látið ósagt. Og ekki veit ég heldur hvenær þessi óvísindalega kenning skaut upp kollinum. Kannski hefur það gerst þegar það uppgötvaðist að flestar sjötugar konur eru bara enn í fullu fjöri, bæði andlega og líkamlega þegar þeim er sagt að nú sé þetta komið gott, gerið svo vel að hætta að vinna því þið eruð orðnar sjötugar (lesist: gamlar).

Niðurhal

Útgefið

2024-05-30

Tölublað

Kafli

Greinar