Af hverju finn ég ekki allt efni eftir höfundinn? Rannsókn á vensluðum gögnum og nafnmyndastjórnun
Lykilorð:
Vensluð gögn, Nafnmyndastjórnun, UpplýsingafræðiÚtdráttur
Notendur Leitir.is telja sig örugga um að finna allt efni eftir höfund þegar þeir leita að nafni í Leitir.is. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir fá ekki tæmandi niðurstöður þegar þeir leita að nafnmynd einstaklings í Leitir.is, heldur einungis niðurstöður úr sumum gagnasöfnum og ekki öllum.
Í greininni er fjallað um meistararprófsrannsókn höfundar á vensluðum gögnum og nafnmyndastjórnun. Markmið rannsóknarinnar var að finna mögulegar leiðir til þess að opna gagnasöfnin sem eru leitarbær í Leitir.is og tengja þau saman. Með því er að hægt að safna saman öllum nafnmyndum einstaklings til þess að notendur geti fundið allt efni eftir sama aðila, óháð því hvaða nafnmynd einstaklingsins er notuð í leitinni. Tilgangurinn með rannsókninni var að stuðla að betra aðgengi notenda að upplýsingum.

Niðurhal
Útgefið
Leyfi
Copyright (c) 2024 Telma Rós Sigfúsdóttir (Author)

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License).